Stök frétt

Ráðgjafarnefnd Dyrhólaeyjar og Umhverfisstofnun vinna nú að gerð verndaráætlunar friðlandsins Dyrhólaeyjar.

Í verndaráætlun er m.a. fjallað um stefnumótun er varðar verndun og nýtingu svæðisins.

Lögð er áhersla á opið og gagnsætt ferli. Á umhverfisstofnun.is verður hægt að nálgast öll helstu gögn og upplýsingar varðandi gerð verndaráætlunarinnar og hægt að fylgjast með framgangi verkefnisins. 

Umsjón með vinnslu verndaráætlunarinnar hefur Guðrún Lára Pálmadóttir hjá Umhverfisstofnun. Fólk er hvatt til að kynna sér verkefnið og öllum er velkomið að senda inn ábendingar og athugasemdir á ust@ust.is.

Í samstarfssamningi Mýrdalshrepps og Umhverfisstofnunar um  umsjón og rekstur friðlandsins er miðað við að verndaráætlun verði tilbúin þann 1. maí nk.

Ráðgjafarnefnd Dyrhólaeyjar

  • Ólafur A. Jónsson - Umhverfisstofnun (formaður)
  • Eggert Sólberg Jónsson - tilnefndur af Ferðamálastofu
  • Gunnar Á Gunnarsson - tilnefndur af ábúendum í Dyrhólahverfi
  • Sigurður Elías Guðmundsson - tilnefndur af Mýrdalshreppi
  • Ólafía Jakobsdóttir - tilnefnd af Náttúruverndarsamtökum Suðurlands