Stök frétt

Nýlega sendi Umhverfisstofnun skýrslur um gæði eldsneytis á íslenskum markaði til Eftirlitsstofnunar EFTA, en það er lögbundin skylda stofnunarinnar sbr. reglugerð nr. 560/2007 um fljótandi eldsneyti. Skýrslurnar eru unnar út frá gögnum frá olíufélögum landsins, þ.e. Atlantsolíu, N1, Olís og Skeljungi, og eru fyrir árin 2006-2009. Í skýrslunum er íslenskum olíumarkaði lýst stuttlega og gerð grein fyrir niðurstöðum ýmissa mælinga sem gerðar eru á bensíni og dísilolíu. Samkvæmt niðurstöðum skýrslnanna uppfyllir eldsneyti á íslenskum markaði heilt yfir þær kröfur sem gerðar eru skv. gildandi reglugerð.

Quality data for petrol and diesel fuel in Iceland