Stök frétt

Framkvæmd viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir (ETS) er komin á fullan skrið hjá Umhverfisstofnun. Frá og með 1. janúar 2012 hefur  flugstarfsemi innan EES-svæðisins falla undir ETS kerfið. Viðskiptakerfið nær til flugs sem felur í sér flugtak eða lendingu á flugvelli á Evrópska efnahagssvæðinu, þ.e. í einhverju af 27 aðildarríkjum ESB, auk Íslands, Noregs og Liechtenstein. Umhverfisstofnun hefur umsjón og eftirlit með rúmlega 180 flugrekendum, en margir þeirra fljúga einungis fáar ferðir árlega, en fyrsta stopp þeirra er hér á landi. Af þeim uppfylltu níu skilyrði um að fá úthlutað endurgjaldslausum losunarheimildum

Í samræmi við ákvæði laga um losun gróðurhúsalofttegundir hefur Umhverfisstofnun nú lokið úthlutun losunarheimilda til sjö flugrekenda sem hafa uppfyllt skilyrði um stofnun reiknings í skráningarkerfi ETS. Í heildina var úthlutað 434.617 heimildum, að verðmæti ríflega 690 milljóna króna.

Úthlutunin er í samræmi við ákvörðun Umhverfisstofnunar frá 21.12.2011 og gildir fyrir árið 2012. Losunarheimildunum er ætlað að standa straum af losun gróðurhúsalofttegunda frá viðkomandi flugrekenda og starfsemi hans. Fyrir 30 mars 2013 ber öllum þeim flugrekendum sem falla undir áðurnefnda tilskipun að gera upp losunarheimildir sem samsvara raunlosun ársins 2012. Heimildirnar gilda til ársins 2020 þó hverja þeirra sé einungis hægt að nýta til uppgjörs raunlosunar einu sinni.

Flugrekendum sem og öðrum er heimilt að eiga viðskipti með losunarheimildir en þann 30. júní n.k. mun skráningarkerfi ETS opna fyrir aðgang fyrirtækja og einstaklinga sem óska þess að geta keypt og selt heimildir.

Nánari upplýsingar um ETS.