Stök frétt

Dregið verður úr innsendum umsóknum um leyfi á hreindýr í beinni útsendingu í dag laugardaginn 25. febrúar kl 14:00. Hægt er að fylgjast með útsendingunni með því að smella hér.

Umsækjendur fá tölvupóst á sunnudag með niðurstöðu útdráttar hvort þeir fengu veiðileyfi eða hvort og hvar þeir eru í biðröð. Einnig er rétt að benda á að frestur til greiðslu á staðfestingargjaldi er nú mánudagurinn 2. apríl þar sem 31. mars er á laugardegi. Veiðimenn sem hljóta leyfi þurfa jafnframt að standast skotpróf og skila inn staðfestingu á því fyrir 1. júlí 2012. Nánar er hægt að lesa um framkvæmd skotprófa hér að neðan en tekið skal fram að þetta eru drög sem hugsanlega eiga eftir að breytast.