Stök frétt

Dregið verður úr hreindýraveiðileyfum á laugardaginn 25. febrúar kl 14:00 í húsakynnum Þekkingarnets Austurlands. Hægt verður að fylgjast með útdrættinum á veraldarvefnum og má nálgast slóðina hér á vef Umhverfisstofnunar þegar nær dregur. Alls bárust 4.328 umsóknir um þau 1.009 dýr sem heimilt er að fella árið 2012. Fimmskiptareglan er í gildi í útdrættinum og eru 46 aðilar sem sóttu um sem falla undir þá reglu og fara í forgang á biðlista verði þeir ekki dregnir út í útdrættinum.

Dregið verður með sama hætti og undanfarin ár í beinni útsendingu. Í ár var umsækjendum gefinn kostur á því að í útdrætti birtist annaðhvort nafn þeirra eða veiðikortanúmer. Veiðikortanúmerið helst óbreytt milli ára og er hægt að finna það á veiðikortinu.

Niðurstöður útdráttar verða svo sendar umsækjendum í tölvupósti á sunnudeginum. Þeir sem ekki hafa tölvupóst fá niðurstöður sendar í bréfi á mánudeginum.  

Vefslóð á beina útsendingu frá útdrættinum verður birt á umhverfisstofnun.is þann 25. febrúar.