Stök frétt

Umhverfisstofnun vill vekja athygli á breytingu á lögum nr. 55/2003 sem Alþingi samþykkti s.l. vor. Frá og með 1. janúar 2012 er tollafgreiðsla raf- og rafeindatækja háð því að innflytjandi sé aðili að skilakerfi. Jafnframt er öllum framleiðendum og innflytjendum raf- og rafeindatækja skylt að vera skráðir skráningarkerfi  innflytjenda og framleiðenda hjá Umhverfisstofnun.

Framleiðendur og innflytjendur skulu við innflutning á raf- og rafeindatækjum tilgreina leyfisnúmer sitt í reit nr. 14 í tollskýrslu, frá og með 1.1.2012. Umhverfisstofnun úthlutar leyfisnúmerum í kjölfar skráningar í skráningarkerfið en þeir innflytjendur sem skráðir eru hjá Samskil fá SS fyrir framan númerið sitt en aðilar að RR-Skil fá RR fyrir framan númerið sitt.

Umhverfisstofnum vill jafnframt hvetja aðila til að kynna sér VII. kafla laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, sem fjallar um raf- og rafeindatækjaúrgang. Nánari upplýsingar um skilakerfin má sjá á rrskil.is og samskil.is.

Nánari upplýsingar um skyldur er varða raf- og rafeindatæki.