Stök frétt

Síðasti dagur til að sækja um hreindýraveiðileyfi er 15. febrúar.

Kl. 14:30 þann 14. febrúar hafa um 3400 umsóknir um leyfi til hreindýraveiða borist Umhverfisstofnun. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar. Það er hægt að sækja um rafrænt á skilavef þar sem veiðskýrslu er skilað og sótt um veiðikort til miðnættis þann 15. feb. Einnig er hægt að senda tölvpóst með umsókn á hreindyr@hreindyr.is Bréflegar umsóknir þurfa að hafa póststimpilinn 15.02.2012. Þeir sem eru að sækja um í fyrsta sinn þurfa að senda staðfestingu um B réttindi með því að skanna inn framhlið skotvopnaleyfis og senda á hreindyr@hreindyr.is.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfrestur rennur út komast ekki í pottinn margfræga.