Stök frétt

Þriðjudaginn 7. febrúar síðastliðinn var haldinn kynningarfundur fyrir vatnasvæðisnefnd á vatnasvæði 3. Fundurinn var haldinn á Hvolsvelli. Þar kynnti stofnunin lög og reglugerðir um nýja stjórnsýslu vatnamála, áfanga- og verkáætlun um gerð fyrstu vatnaáætlunar, sem er í opinberri kynningu, hlutverk vatnasvæðisnefndar og skipulag vinnu og funda hjá nefndinni. Vegna óveðurs undir Eyjafjöllum komust fulltrúar frá austurhluta vatnasvæðisins ekki á fundinn né frá Vestmannaeyjum. 

Næsti kynningarfundur verður haldinn á Norðurlandi eða Norðausturlandi, líklega í byrjun, mars fyrir vatnasvæðisnefnd á vatnasvæði 2 (Norðausturland og Austurland), og nokkru síðar fyrir fulltrúa í vatnasvæðisnefnd á vatnasvæði 1 (Norðvesturland og Vestfirðir).