Stök frétt

Þriðjudaginn 31. janúar síðastliðinn var haldinn fyrsti fundur með vatnasvæðisnefnd. Um er að ræða kynningarfund á vegum Umhverfisstofnunar fyrir fulltrúa í vatnasvæðisnefnd á vatnasvæði 4. 

Á fundinum kynnti stofnunin lög og reglugerðir um nýja stjórnsýslu vatnamála, áfanga- og verkáætlun um gerð fyrstu vatnaáætlunar (sem er í opinberri kynningu), hlutverk vatnasvæðisnefndar og skipulag vinnu og funda hjá nefndinni.

Kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 7. febrúar fyrir fulltrúa í vatnasvæðisnefnd á vatnasvæði 3, nánar tiltekið á Hvolsvelli. Kynningarfundir eru einnig ráðgerðir fyrir fulltrúa í hinum tveimur vatnasvæðisnefndunum, þ.e. á vatnasvæði 1 og vatnasvæði 2, en dagsetningin hefur ekki verið ákveðin.