Þegar spurt var hvaða staði viðkomandi ferðamaður hafði heimsótt, þá voru 12 vinsælustu staðirnir:
Margir þeirra staða sem ferðamenn nefna eru friðlýst svæði í umsjón Umhverfisstofnunar. Umsagnir þeirra sem þátt tóku í könnuninni um einstök atriði sem tengjast ferðamannastöðum gefa því mikilvægar vísbendingar um hvernig miðar í þeim málum sem snúa að gestum friðlýstra svæða. Þau atriði sem spurt var um í tengslum við svæðin eru m.a.:
Athygli vekur að yfir 75% ferðamannanna sem spurðir voru gáfu þessum atriðum einkunnina á bilinu 8-10. Einnig var spurt um almennt ástand á ferðamannastöðum og gáfu tæplega 85% ferðamanna einkunnina á bilinu 8-10. Í Ferðaþjónustureikningum 2009-2011 frá Hagstofu Íslands kemur fram að heildarferðaneysla innanlands árið 2009 var rúmlega 184 milljarðar eða sem svarar 12,3% af vergri landsframleiðslu og fer sú tala hækkandi. Umhverfisstofnun vill í því samhengi draga enn frekar fram þau verðmæti sem liggja í íslenskri náttúru og mikilvægi þess að viðhalda náttúru þessara vinsælu ferðamannastaða sem jafnframt eru friðaðir. Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir skemmdir vegna ágangs ferðamanna t.a.m. með uppbyggingu innviða til verndar og viðhalds.
Könnunina í heild sinni má sjá á vef Ferðamálastofu.