Stök frétt

Umhverfissráðuneytið hefur gefið út hreindýrakvóta og ákvarðað gjaldskrá fyrir hreindýraveiðar. Heimilt er að veiða samtals 1.009 dýr og skiptist þannig eftir kynjum, 421 tarfur og 588 kýr.

Það nýnæmi er á gjaldskránni að sama veiðileyfisgjald er á öllum svæðum. Veiðileyfi á tarfa kostar á öllum svæðum 135.000 krónur og veiðileyfi á kýr á öllum svæðum kostar 80.000 kr. 

Árið 2011 var samþykkt á Alþingi lagabreyting þess efnis að áður en veiðimaður fer til hreindýraveiða þarf hann að hafa staðist verklegt skotpróf á síðustu tólf mánuðum.  Veiðimaður þarf að hafa staðist þetta próf fyrir 1.júlí að öðrum kosti verður veiðileyfi hans úthlutað að nýju. (Sjá 8. mgr. 14.gr laga nr 64/1994 : [Enginn má stunda hreindýraveiðar nema hann hafi til þess veiðileyfi og sé í fylgd með leiðsögumanni. Áður en veiðimaður fer til hreindýraveiða skal hann hafa staðist verklegt skotpróf á síðustu tólf mánuðum. Veiðimaður þarf að skila inn staðfestingu á að hann hafi lokið verklegu skotprófi fyrir 1. júlí ár hvert. Skili veiðimaður ekki inn staðfestingu skal veiðileyfi hans úthlutað að nýju. Umhverfisstofnun er heimilt að veita veiðimanni sem fær úthlutað leyfi til hreindýraveiða eftir 1. júlí frest til að skila inn staðfestingu á verklegu skotprófi.])

Hreindýraveiðikvóti 2012

Kýr

Tarfar

Alls

Svæði 1

34

77

111

Svæði 2

257

92

349

Svæði 3

30

45

75

Svæði 4

10

21

31

Svæði 5

35

28

63

Svæði 6

30

46

76

Svæði 7

120

67

187

Svæði 8

47

25

72

Svæði 9

25

20

45

Alls

588

421

1009

Ath.  Svæði 4: Kýr á svæði 4 skal fella úr Mjóafjarðarhjörð. Svæði 5: Kýr á svæði 5 skal að stærstum hluta fella úr Reyðarfjarðarhjörð.

Veiðitímabil verður hið sama og í fyrra. 

  • Tarfar: 15. júlí til 15. sept.  
  • Kýr: 1. ágúst til 20. sept.


Umsóknarfrestur á hreindýraveiðileyfum er til og með 15. febrúar. Ef umsóknir verða fleiri en dýr í boði verður dregið úr umsóknum í lok febrúar. Þeir veiðimenn sem fá dýr úthlutað verða að greiða staðfestingargjald sem er fjórðungur veiðigjaldsins fyrir lok mars. Lokagreiðslu þarf svo að greiða fyrir lok júní.