Stök frétt

Í svartasta skammdeginu njótum við góðs af því að geta lýst upp hýbýli okkar með raflýsingu. Notkun sparpera verður sífellt algengari en með þeim er hægt að ná fram miklum orkusparnaði og lækka þannig rafmagnsreikninginn. Hins vegar innihalda sparperur og einnig flúrperur kvikasilfur í litlu magni sem er hættulegt umhverfinu og heilsu manna. Því má alls ekki henda þessum perum beint í ruslið heldur skal skila þeim á endurvinnslustöðvar þar sem þær eru meðhöndlaðar á réttan hátt. Umhverfisstofnun hvetur fyrirtæki og heimili að sýna ábyrgð í verki og skila öllum spar- og flúrperum á endurvinnslustöðvar. Það kostar ekkert. 

Nánari upplýsingar um sparperur á grænn.is