Umhverfisstofnun var lögð niður 31. desember 2024. Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi.

Stök frétt

Klukkan 22:00 á síðasta veiðidegi þann 20. september sá fjöldi hreindýra sem útgefinn kvóti hljóðaði uppá verið felldur, þ.e. 1001 hreindýr:  421 tarf og 580 kýr. Síðasta kýrin var felld rétt fyrir kl. 20 á svæði tvö. Þrátt fyrir erfitt tíðarfar og þokutímabil með norðaustan og suðaustanáttum sem ríkjandi vindáttum þá gekk þetta upp. Undirritaður var ekki bjartsýnn á að tækist að veiða kvótann þegar skoðað var um mánaðamótin ágúst - september hve mikið var eftir að veiða. Góðir dagar í lok tarfatíma björguðu miklu og einnig var minna um þoku nú í lok veiðitímans. Umsjónarmaður Umhverfisstofnunar með hreindýraveiðum þakkar leiðsögumönnum og veiðimönnum gott samstarf á tímabilinu.