Umhverfisstofnun var lögð niður 31. desember 2024. Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi.

Stök frétt

Miðvikudaginn 21. September kl. 15 heldur Sara Bjorkqvist fyrirlestur um PCB í íslenskum byggingum sem byggir á mastersverkefni hennar í umhverfisverkfræði frá Kaupmannahafnarháskóla. Sara var hér á landi í febrúar s.l. og tók fjölmörg sýni úr byggingum á höfuðborgarsvæðinu. Fram til þessa hafa engar upplýsingar legið fyrir um magn PCB efna í íslenskum byggingum. Sara mun í fyrirlestrinum skýra frá helstu niðurstöðum mælinga og bera saman við stöðu mála á öðrum norðurlöndum. Í verkefninu skoðaði hún einnig þungmálmainnihald í íslenskum byggingum.

Fyrirlesturinn verður sendur út hér á vef Umhverfisstofnunar og hefst útsendingin kl. 15:00.


Live broadcasting by Ustream

Fyrirlesturinn verður haldinn hjá Umhverfisstofnun, Suðurlandsbraut 24 – móttaka 3. hæð. Fyrirlesturinn verður á ensku. Allir velkomnir.