Stök frétt

Nú er hægt að fylgjast með loftgæðum á Suðurlandi en í

gær var settur upp svifryksmælir á Selfossi og því eru í notkun tveir mælar á Suðurlandi. Hinn er staðsettur á Raufarfelli undir Eyjafjöllum. Ekki var talið raunhæft að svo stöddu að setja upp mælir á Klaustri þar sem viðbúið er að mælarnir muni aðeins ná að ganga í stuttan tíma áður en skynjarar þeirra yfirfyllast af ösku. Þegar skyggni er aðeins fáir metrar getur styrkur svifryks verið tugir þúsunda míkrógramma í rúmmetra (µg/m3).

Nýjustu upplýsingar um loftgæði má finna á forsíðu Umhverfisstofnunar í loftgæðareit efst til hægri. Nánari upplýsingar um loftgæði:

Mælingar frá miðnætti sýna að hæsta klukkustundar meðaltal á Selfossi var 208 µg/m3 milli klukkan 3 og 4 í nótt en annar toppur var milli klukkan 7 og 8 (154 µg/m3) sem er talinn vera vegna uppþyrlunnar öskunnar. Þegar líða tók á morgun lækkuðu gildin og er nú styrkur svifryks undir heilsuverndarmörkum (50 µg/m3). Við Raufarfell virðist svifryksmagn vera fara lítið hækkandi frá klukkan 6 í morgun en hæsta gildi sem hefur mælst frá miðnætti er 152 µg/m3. Í Kópavogi og Hafnarfirði þá hefur styrkur svifryks verið vel undir heilsuverndarmörkum (50 µg/m3) frá miðnætti.

Ef svifryksgildi fer yfir 100 µg/m3 þá geta einstaklingar með undirliggjandi öndunarfæra- og/eða hjartasjúkdóma fundið fyrir auknum einkennum og ekki er mælt með mikilli veru utandyra. Þegar styrkur svifryks fer yfir 400 µg/m3 geta heilbrigðir einstaklingar einnig byrjað að finna fyrir óþægindum.

Vegna norðanáttar spáir Veðurstofa Íslands öskufalli fyrir sunnan eldstöðina í dag ásamt uppfoki ösku úr Eyjafjallajökulsgosinu.

Upplýsingar um loftgæði verða einnig birtar á Facebook síðu Umhverfisstofnunar.

Svifryksstyrkur

Skyggni

Loftgæði

Athugasemdir

0-50 µg/m3

Mjög gott

Góð

Við þessar aðstæður eru loftgæði mjög góð og allir ættu að njóta útiveru

50-100 µg/m3

Yfir 16 km

Sæmileg

Hér eru loftgæði sæmileg flestir ættu að geta verið úti án vandkvæða. Þó geta þeir viðkvæmustu fundið fyrir auknum einkennum. Gott er að notast við almenna skynsemi til að meta hvort t.d. börn eða aðrir eiga að vera úti.

100-150 µg/m3

Í kringum 16 km

Léleg

Um og í kringum 100 geta einstaklingar sem eru viðkvæmir fyrir fundið fyrir auknum einkennum.

150-300 µg/m3

Yfir 4 km

Slæm

Viðkvæmir einstaklingar ættu að halda sig sem mest innandyra og ekki eyða miklum tíma úti að óþörfu.

400  µg/m3

Um 4 km

Mjög slæm

Þegar skyggni er orðið fáir kílómetrar vegna ösku og klukkustundarmeðaltal svifryks fer yfir 400 µg/m3 er rétt að hafa leiðbeiningar Umhverfisstofnunar um hvað á að gera og hvað á ekki að gera í öskufoki/öskufalli í huga.

500-1000 µg/m3

1,6 km

Mjög slæm

Almenningur ætti að forðast langvarandi útiveru. Sjá leiðbeiningar Umhverfisstofnunar.

1000-2000 µg/m3

1 km

Mjög slæm

Þegar hér er viðkomið ætti almenningur að halda sig sem mest inni og loka gluggum og hurðum vel. Sjá leiðbeiningar Umhverfisstofnunar.

2000-3000 µg/m3

0,4 km

Mjög slæm

Þegar hér er viðkomið ætti almenningur að halda sig sem mest inni og loka gluggum og hurðum vel. Sjá leiðbeiningar Umhverfisstofnunar.

4000+ µg/m3

minna en 0,4 km

Mjög slæm

Þegar hér er viðkomið ætti almenningur að halda sig sem mest inni og loka gluggum og hurðum vel. Sjá leiðbeiningar Umhverfisstofnunar.

10000+

Örfáir metrar

Mjög slæm

Þegar hér er viðkomið ætti almenningur að halda sig sem mest inni og loka gluggum og hurðum vel. Sjá leiðbeiningar Umhverfisstofnunar.