Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf sérfræðings um Látrabjarg og friðlýst svæði á sunnanverðum Vestfjörðum. Um er að ræða nýtt starf sem heyrir undir deild náttúruverndar.

Megin verkefni sérfræðingsins

  • Dagleg umsjón með Látrastofu
  • Umsjón með Látrabjargi og nágrenni
  • Umsjón með friðlýstum svæðum á sunnanverðum Vestfjörðum
  • Umsagnir og álitsgerðir í náttúruverndarmálum

Gerð er krafa um háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. í jarðfræði, náttúrulandfræði, líffræði eða umhverfis- og auðlindafræði. Framhaldsmenntun er kostur.

Almennar hæfniskröfur

Auk þeirra hæfniskrafna sem gerðar eru til starfsins og tilgreindar eru að ofan, verða eftirfarandi þættir um þekkingu, reynslu og hæfni hafðar til viðmiðunar við val á starfsmanni:

  • Þekking á svæðinu
  • Þekking á umhverfismálum og náttúruvernd
  • Þekking og/eða reynsla af opinberri stjórnsýslu og almennum rekstri
  • Reynsla af miðlun upplýsinga og fræðslu til mismunandi hópa
  • Hæfni í framsetningu upplýsinga á skrifuðu og töluðu máli
  • Hæfni í ensku og einu norðurlandamáli auk góðrar íslenskukunnáttu
  • Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
Næsti yfirmaður sérfræðingsins er Ólafur A. Jónsson deildarstjóri, sem veitir nánari upplýsingar um starfið ásamt Sigrúnu Valgarðsdóttur starfsmannastjóra í síma 591 2000.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

 

Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Óskað er eftir að starfmaðurinn hefji störf sem fyrst. Gert er ráð fyrir að skrifstofa hans verði á Patreksfirði. Staðsetning Látrastofu hefur ekki verið ákveðin en starfsmaður mun vinna að uppbyggingu hennar í samráði við næstu yfirmenn.  

Umsóknir skulu sendar til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík eða á netfangið ust@ust.is eigi síðar en 27. maí 2011.