Stök frétt

Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeið fyrir verðandi leiðsögumenn með hreindýraveiðum.

Tekið skal fram að allar fyrri skráningar eru ógildar. Skráning fer fram á hreindyr.is. Þegar menn skrá sig er best að notast við Internet Explorer (PC) eða Safari (Apple) til að opna skráningarformið.

Stefnt er að því að námskeiðið verði haldið 9-12.júní 2011 á Egilsstöðum.

Mikilvægt er að menn skrái allar upplýsingar rétt inn og hafi helst tölvupóstfang þannig að hægt verði að hafa samband við þá sem skrá sig og tilkynna hvort þeir hafi komist inn á námskeiðið. Þátttakendafjöldi er takmarkaður við 30 manns en ef fleiri skrá sig verður haldið annað námskeið.

Námskeiðsgjaldið er 160.000 kr og eru námskeiðsgögn ásamt tveimur ferðum undir leiðsögn starfandi hreindýraleiðsögumanna innifalin.

Umhverfisstofnun áskilur sér rétt til að fella námskeiðið niður verði þátttaka ekki næg eða upp komi aðrar ástæður sem leiða til þess að námskeiðshaldið verði ekki fýsilegt.