Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun barst ábending frá Kastljósi um að starfsemi aflþynnuverksmiðju Becromal Iceland í Krossanesi sé ekki í samræmi við ákvæði starfsleyfis verksmiðjunnar. Umhverfisstofnun fór í eftirlit til fyrirtækisins í dag til þess að ganga úr skugga um hvort ábending sé á rökum reist. Í kjölfarið verður gerð eftirlitsskýrsla. Komi í ljós að starfsemin sé ekki í samræmi við starfsleyfi fyrirtækisins verður málinu fylgt eftir með þeim úrræðum sem stofnunin er heimilt að beita í tilvikum sem þessum.