Stök frétt

Framleiðendur hættulegra efna og innflytjendur hættulegra efna frá löndum utan EES hafa nú aðeins þrjár vikur til að tilkynna flokkun efnanna til Efnastofnunar Evrópu. Af þeim sökum fara nú fram kynningar á vegum Umhverfisstofnunar þar sem áherslan er lögð á að útskýra tilkynningaferlið. Næsta kynning verður föstudaginn 17. desember kl. 14:00 í húsnæði Umhverfisstofnunar að Suðurlandsbraut 24. Farið verður vandlega yfir tilkynningaferlið, mismunandi leiðir og atriði eins og auðkenni efna, útfyllingu forms og hvernig eigi að finna hættuflokkun efnis og aðrar upplýsingar sem gefa þarf upp.

Meira um tilkynningar