Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun vinnur að undirbúningi friðlýsingar á búsvæði tjarnaklukku (Agabus uliginosus) á Hálsum í Djúpavogshreppi í samræmi við náttúruverndaráætlun og aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008-2020. Drög að tillögu til umhverfisráðherra um friðlýsingu svæðisins, alls um 146 ha (1,46 km2) liggja nú fyrir.

Í samvinnu við landeigendur og sveitarstjórn Djúpavogshrepps eru drög að friðlýsingu svæðis á Hálsum hér með auglýst til kynningar. Frestur til að skila inn athugasemdum og / eða ábendingum er til 20 desember 2010. Skila skal athugasemdum til Umhverfisstofnunar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar.