Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Höfundur myndar: Þuríður Halldóra Aradóttir

Síðustu vikur hefur færanlegur svifryksmælir Umhverfisstofnunar verið staðsettur á Hvolsvelli og er ætlunin að hafa hann þar áfram a.m.k. í vetur. Mælirinn er staðsettur við heilsugæslustöðina og eru niðurstöður sjáanlegar á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Niðurstöður mælinga má einnig sjá á heimasíðu Rangárþings eystra.

Heimasíða mælisins uppfærist á hálftíma fresti og sýnir hún upplýsingar um styrk svifryks en einnig vindstyrk, vindátt, hitastig, rakstig og loftþrýsting.