Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Þann 18. nóvember sl. gaf Umhverfisstofnun út starfsleyfi fyrir móttökustöð Hringrásar hf. að Ægisnesi 1, Akureyri. Tillaga að starfsleyfinu var auglýst á tímabilinu 22. júní - 18. ágúst 2010 en Umhverfisstofnun bárust engar athugasemdir við hana. Samkvæmt hinu nýja starfsleyfi er Hringrás heimilt að taka á móti allt að 3900 tonnum af úrgangi á ári til meðhöndlunar , þ.e. flokkunar, forvinnslu, pökkunar og geymslu. Magnið skiptist í 200 tonn af spilliefnum, 3200 tonn af málmum og 500 tonn af hjólbörðum. Starfsleyfið er veitt til sextán ára.