Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir birgðastöð Olíudreifingar ehf. á Reyðarfirði. Kröfur í tillögunni eru að mestu óbreyttar frá fyrra starfsleyfi. Þó má nefna að fyrirkomulagi er breytt á eftirliti með virkni olíuskilja. Í stað þess að mæla árlega olíu í fráveitu er reglan nú sú að fara skal yfir virknina hálfsárslega og ef hún er talin í lagi sé mælt á þriggja ára fresti. Með þessu er talið að eftirlit haldist gott en kostnaður lækki.

Tillagan mun liggja frammi ásamt umsóknargögnum á skrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, Fjarðabyggð, á tímabilinu frá 28. október til 23. desember 2010. Tillöguna má einnig nálgast á vefsíðu Umhverfisstofnunar, www.umhverfisstofnun.is, ásamt fylgigögnum. Umsagnarfrestur um tillöguna er til 23. desember 2010. Öllum er frjálst að gera athugasemdir við starfsleyfistillöguna á auglýsingatíma. Þær eiga að vera skriflegar og berast til Umhverfisstofnunar.

Skjöl