Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Rjúpa í vetrarbúning.

Rjúpnaveiðitímabilið í ár hefst á föstudaginn 29. október og stendur til sunnudagsins 5. desember. Veiðar eru heimilar föstudaga, laugardaga og sunnudaga á tímabilinu.Sölubann gildir áfram á rjúpu og öllum rjúpnaafurðum. Áfram er friðað fyrir veiði á ákveðnu svæði á Suðvesturlandi. Rjúpnaskyttur eru sem fyrr hvattar til að stunda hófsamar og ábyrgar veiðar. Virkt eftirlit verður með veiðunum á landi og úr lofti. Veiðimenn eru hvattir til að ganga vel um náttúruna og kynna sér hvar þeir mega veiða.Umhverfisstofnun hvetur rjúpnaveiðimenn til notkunar á rafrænu veiðibókinni. Í rafrænu rjúpnaveiðidagbókina er hægt að skrá afla, tíma og koma á framfæri athugasemdum. Þegar veiðimaður skráir afla getur hann séð ýmsar upplýsingar, svo sem hve margir skrá veiði þann dag, samtals veiði þann dag, samtals fjölda kukkustunda og meðalveiði svo eitthvað sé nefnt. Uhverfisstonfun hefur jafnframt aðgang að þeim upplýsingum.

Náttúrufræðistofnun Íslands hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpunum sem veiddar eru og senda stofnuninni. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum.

Vængina má senda til:

  • Náttúrufræðistofnun Íslands
  • Urriðaholtsstræti 6–8
  • Pósthólf 125
  • 212 Garðabær

Stofnunin mun greiða sendingarkostnað sé þess óskað. Menn eru beðnir um að láta nafn sitt og heimilisfang fylgja með sýnunum þannig að hægt sé að senda þeim, sem það vilja, niðurstöður greininga úr þeirra sýni og heildarniðurstöðurnar í lokin.