Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Höfundur myndar: Kristinn Már Ársælsson

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir urðunarstað Norðurár bs. við Stekkjarvík, í landi Sölvabakka, Blönduóssbæ. Samkvæmt tillögunni verður Norðurá heimilt að taka á móti allt að 21.000 tonnum af almennum og óvirkum úrgangi á ári til urðunar. Einnig er veitt heimild fyrir að setja upp olíugeymi og þvottaaðstöðu fyrir bifreiðir og vinnuvélar sem notaðar eru á urðunarstaðnum. Starfsleyfi verður gefið út til sextán ára.

Tillagan, ásamt starfsleyfisumsókn og fylgigögnum, mun liggja frammi til kynningar á skrifstofu Blönduóssbæjar, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, til 29. október 2010. Starfsleyfistillögu og önnur gögn má einnig nálgast á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Öllum er frjálst að gera athugasemdir við starfsleyfistillöguna en þær skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 29. október 2010.

Skjöl