Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Hreint baðstaðavatn er mikilvægt fyrir ferðamannaþjónustu sem og plöntur og dýralíf. Árleg skýrsla um ástand baðstaðavatns sem gefin er út af Evrópuráðinu og Umhverfisstofnun Evrópu sýnir að 96% baðstaða við ströndlengjuna og 90% baðstaða við ár og vötn stóðust lágmarsksstaðla ársins 2009.

Framkvæmdastjóri ESB á sviði umhverfismála, Janez Potočnik, sagði að, „á undanförnum 30 árum hafi lagarammi ESB og ríkja þess batnað til muna hvað varðar gæði baðstaðavatns, en að vinnunni sé ekki lokið. Þrátt fyrir árangur undanfarinna áratuga hafi verið mjög góður, er nauðsynlegt að verður að leggja áframahaldandi vinnu til að ná betri árangri og viðhalda því sem þegar hefur verið náð.”

Jacqueline McGlade, prófessor og framkvæmdastjór Umhverfisstofnunar Evrópu bætti við: „Þátttaka borgaranna er nauðsynleg til þess að bæta enn frekar gæði baðstaðavatns í Evrópu. Í því felst fyrst og fremst að safna upplýsingum um gæði baðstaðavatnsins og í framhaldinu að gerðar séu kröfur um úrbætur til viðeigandi yfirvalda. Fólk getur nálgast umhverfisupplýsingar í gegnum vefsvæðin okkar og á sama tíma vettvang til þess að koma sínum athugasemdum á framfæri.”

Af þeim 20.000 baðstöðum sem fylgst var með í Evrópusambandinu árið 2009 voru tveir þriðju við strandlengjuna og afgangurinn ár og vötn. Strandstöðum sem uppfylltu lágmarkskröfur fjölgaði úr 80% árið 1990 í 96% árið 2009. Baðstöðum í ám og vötnum sem uppfylltu sömu skilyrði fjölgaði úr 52% í 90% á sama tímabili.

Nánari upplýsingar á vef Umhverfisstofnunar Evrópu