Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Kynningarráðstefna um sæfiefni verður haldin að Borgartúni 35, 6. hæð, 25. ágúst 2010, kl. 8:30-11:30

Athygli er vakin á kynningarráðstefnu um sæfiefni (biocides), markaðsleyfi og skráningar sem framleiðendur og innflytjendur þurfa að sækja um fyrir sínar vörur til að þær megi vera á markaði í löndum ESB og á Íslandi. Ef ekki er sótt um markaðsleyfi fyrir vöru þá verður hún tekin af markaði. Þetta er samkvæmt tilskipun ESB um markaðssetningu sæfiefna.

Efni sem flokkast sem sæfiefni eru sótthreinsandi efni, rotvarnarefni, útrýmingarefni og önnur efni. Sjá nánar í viðhengi.

1. Hvað er sæfiefni? Almenn kynning, virk efni, sæfiefnaflokkar, áhættumat virkra efna,
  markaðsleyfi fyrir vörur.
   Birgitta Í. Birgisdóttir, Umhverfisstofnun

2. Gestafyrirlestur frá Svíþjóð: Undirbúningur í Svíþjóð til að uppfylla kröfur um 
    markaðssetningu sæfiefna samkvæmt ákvæðum tilskipunar EB um markaðssetningu
    sæfiefna. (Preparations in Sweden for the requirements of the Biocidal Products
    Directive) 
    Helena Casabona, KemI í Svíþjóð 
   Jenny Rönngren, KemI í Svíþjóð

3. Áhrif á Íslandi: Hvað þurfa íslensk fyrirtæki að gera? Upplýsingar um stöðuna á Íslandi.
    Kostnaður við að fá markaðsleyfi og gagnkvæma viðurkenningu á markaðsleyfum á
    Íslandi. Rammasæfiefni og samhliða innflutningur.
    Sigríður Kristjánsdóttir, Umhverfisstofnun

Fundastjóri: Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ

Að fundinum standa Umhverfisstofnun, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu og Félag atvinnurekenda.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku hjá Samtökum iðnaðarins í síma 5910100 eða á mottaka@si.is