Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Norræn ráðstefna í Þrándheimi í Noregi 6.- 7. sept. 2010. Þar verður fjallað um hvernig nýta má á sjálfbæran hátt náttúru og menningarminjar í þágu ferðaþjónustu.

Meðfylgjandi er dagskrá ráðstefnunnar og boð á hana.
Vinsamlegast athugið breyttar dagsetningar.

Nánari upplýsingar: http://www.raa.se/cms/extern/samhallsbyggnad/hallbar_utveckling/nmr_projekt_natur_och_kulturarv/resa_bruka_bevara.html

Skráning: Enn er hægt að skrá sig á ráðstefnuna þó formlegri skráningu á netinu sé lokið.
Vinsamlegast sendið tölvupóst til Ingeborg Einum, ingeborg.einum@dirnat.no, cc til reidar.dahl@dirnat.no
Gefa þarf upp: nafn, land, vinnustað, netfang, hvert senda á reikning, dagsetningar fyrir hótelherbergi og hádegisverð og hvort viðkomandi ætlar í skoðunarferð 7. sept.

Um er að ræða þriðju ráðstefnu af fjórum þar sem fjallað er um nýtingu náttúru og menningarminja.
Ráðstefnurnar eru haldnar af Norrænu Ráðherranefndinni og tíu norrænum stofnunum á sviði náttúru og menningarminja.

Ráðstefnan er einkum ætluð fyrirtækjum, rannsóknarstofnunum, opinberum stofnunum og stjórnvöldum sem hafa áhuga á ferðaþjónustu og sjálfbærri nýtingu náttúru og menningarminja.
Til stóð að halda ráðstefnuna í apríl en henni var frestað vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.