Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim tók gildi árið 2003. Hún nær til allra leiksvæða hvort sem er innan dyra eða utan, skipulagt fyrir leik barna svo sem í eða við leikskóla, skóla, gæsluvelli og opin leiksvæði. Einnig leiksvæði annarra aðila þar sem börn eiga greiðan aðgang að eða ætlað börnum svo sem í eða við fjöleignarhús, frístundahús,tjaldsvæði, verslunarhúsnæði og samkomustaði.

Leiksvæðum á að velja stað þar sem börnum stafar ekki hætta eða ónæði frá umhverfinu og leikvallatæki eiga að uppfylla ákveðnar öryggiskröfur.

Eftirlit á leiksvæðum á að vera í samræmi við kröfur í staðlaröðinni ÍST EN 1176 og ÍST EN 1177. Samkvæmt því á að vera virkt innra eftirlit á leiksvæðum og er því skipt í þrennt.

1. Reglubundin yfirlitsskoðun sem framkvæma á daglega til vikulega og á hún að greina strax hættur sem geta stafað af skemmdarverkum, sliti eða veðrun.

2. Rekstrarskoðun sem felst í verklegri yfirferð, viðhaldi og viðgerðum og þarf að framkvæma á ca. 3ja mán. fresti.

3. Aðalskoðun sem er ástandsskoðun sem er ætlað að gera heildarúttekt á öryggi leikvallatækja og yfirborðsefna.

Aðeins faggiltir aðilar framkvæma aðalskoðun (frá 2006).

Einnig fer fram opinbert eftirlit með leiksvæðum sem heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna annast.

Á landinu eru nú um 277 leikskólar og 176 grunnskólar þar sem aðalskoðun leiksvæða á að fara fram árlega. Samkvæmt upplýsingum frá faggiltum skoðunarstofum fer slík skoðun fram á innan við 20% þessara svæða. Á meðfylgjandi mynd má sjá fjölda leikskóla og grunnskóla, opin leiksvæði og félagasvæði og fjölda gæsluvalla og önnur svæði sem hafa fengið aðalskoðun ár hvert skv. upplýsingum frá þeim faggiltu skoðunarstofum sem leyfi hafa hér á landi.

Mynd 1. Fjöldi leiksvæða sem fengu aðalskoðun árin 2005-2009.

 

Ekki er ljóst hvert hlutfallið er fyrir opnu leiksvæðin, þar sem heildarfjöldi þeirra liggur ekki fyrir. Umhverfisstofnun hvetur rekstraraðila leiksvæða sérstaklega til átaks í aðalskoðun leiksvæða og hyggst stofnunin fylgja því eftir á næstunni sem og stuðla að samræmingu í opinberu eftirliti. Hægt er að fá upplýsingar um faggiltar skoðunarstofur fyrir leiksvæði hjá Einkaleyfastofu og Umhverfisstofnun.

Eftirfarandi leiksvæði fengu aðalskoðun árið 2009

 

Höfuðborgarsvæðið

 • Leikskólinn Aðalþingi 2, Kópavogi

 

Suðurnes

 • Leikskólinn Vesturberg, Reykjanesbæ
 • Njarðvíkurskóli, Reykjanesbæ
 • Opið leiksvæði, Hafnir, Reykjanesbæ
 • Opið leiksvæði, Bergið, Reykjanesbæ
 • Opið leiksvæði v/Steinás, Reykjanesbæ
 • Leikskólinn Heiðarsel, Reykjanesbæ
 • Leikskólinn Garðasel, Reykjanesbæ
 • Leikskólinn Tjarnarsel, Reykjanesbæ
 • Leikskólinn Hjallatún, Reykjanesbæ
 • Leikskólinn Gimli, Reykjanesbæ
 • Leikskólinn Holt, Reykjanesbæ
 • Myllubakkaskóli, Reykjanesbæ
 • Holtaskóli, Reykjanesbæ
 • Heiðarskóli, Reykjanesbæ
 • Akurskóli, Reykjanesbæ
 • Njarðvíkurskóli, Reykjanesbæ
 • Tjaldsvæði Grindavík, Grindavík
 • Leikskólinn Laut v/ Dalbraut, Grindavík
 • Leikskólinn Krókur v/ Stamphólsveg , Grindavík
 • Grunnskóli Grindavíkur, Grindavík
 • Opið svæði v/ Iðavelli, Grindavík
 • Opið svæði v/ Litluvelli, Grindavík
 • Opið svæði v/ Staðarhraun, Grindavík
 • Opið svæði v/ Vesturbraut, Grindavík
 • Opið svæði v/ Stamphólsveg, Grindavík
 • Gæsluvöllur v/ Leynisbraut, Grindavík
 • Leikskólinn Gefnarborg, Garði
 • Leiksvæði við Fríholt, Garði
 • Leiksvæði við Rafnkelsstaðaveg, Garði
 • Leiksvæði við Heiðarbraut, Garði
 • Leiksvæði milli Klapparbrautar og Urðarbrautar, Garði
 • Leiksvæði við Kríuland, Garði
 • Leiksvæði við Útskálaveg, Garði
 • Leiksvæði við Nýjaland, Garði
 • Leiksvæði við Gerðaveg, Garði
 • Grunnskólinn í Sandgerði
 • Leikskólinn Sólborg, Sandgerðisbæ
 • Leiksvæði við Miðtún, Sandgerðisbæ
 • Leiksvæði við Brekkustíg, Sandgerðisbæ
 • Leiksvæði við Hjallagötu (suðurendi) , Sandgerðisbæ
 • Leiksvæði við Sólheima 1-3, Sandgerðisbæ

 

Suðurland

 • Leikskólinn Bergheimar, Ölfusi
 • Grunnskóli Þorlákshafnar, Ölfusi
 • Leiksvæði við Oddabraut, Ölfusi
 • Leiksvæði við Setberg, Ölfusi
 • Leiksvæði við Eyjahraun, Ölfusi
 • Sparkvöllur við Norðurbyggð, Ölfusi
 • Flúðir, Flúðum (VR Reykjavík)
 • Miðhúsaskógur – Fótboltavöllur, Bláskógabyggð (VR Reykjavík)
 • Miðhúsaskógur - Körfuboltavöllur v/botnlanga 3, Bláskógabyggð (VR Reykjavík)
 • Miðhúsaskógur Körfuboltavöllur v/botnlanga 2, Bláskógabyggð (VR Reykjavík)
 • Miðhúsaskógur - Botnlangi 4, Bláskógabyggð (VR Reykjavík)
 • Miðhúsaskógur - Botnlangi 3, Bláskógabyggð (VR Reykjavík)
 • Miðhúsaskógur - Botnlangi 2, Bláskógabyggð (VR Reykjavík)
 • Miðhúsaskógur - Botnlangi 1, Bláskógabyggð (VR Reykjavík)
 • Miðhúsaskógur - klifurtæki, Bláskógabyggð (VR Reykjavík)
 • Miðhúsaskógur - minigolf, Bláskógabyggð (VR Reykjavík)
 • Opið svæði I, Ölfusborgum v/afgr. Ölfusi
 • Opið svæði II, Ölfusborgum, Ölfusi
 • Opið svæði III, Ölfusborgum, Ölfusi
 • Opið svæði IV, Ölfusborgum, Ölfusi
 • Opið svæði V, Ölfusborgum. Ölfusi
 • Flúðasel opið svæði Flúðum, , Flúðum
 • Rangársel opið svæði Reykjaskógi, Bláskógabyggð
 • Flúðaskóli, Flúðum
 • Leikskólinn Undraland, Flúðum

 

Austurland

 • Grunnskólinn Eiðum, Eiðum
 • Leikskólinn Brúarási, Brúarási
 • Brúarásskóli, Brúarási
 • Leikskólinn Skógarsel
 • Hallormsstaðaskóli, Hallormsstað
 • Leikskólinn Hádegishöfði, Hallormsstað
 • Grunnskóli Fellabæjar, Fellabæ
 • Grunnskóli Egilsstaða, Fellabæ
 • Leikskólinn Skógarland, Egilstöðum
 • Leikskólinn Tjarnarland, Egilstöðum
 • Opið svæði Selás, Egilstöðum
 • Opið svæði í Bjarnardal, Egilstöðum
 • Opið svæði við Einbúablá, Egilstöðum
 • Opið svæði í Selskógi, Egilstöðum
 • Opið svæði Fénaðarklöpp, Egilstöðum
 • Opið svæði Mánatröð, Egilstöðum
 •  Opið svæði Miðgarði, Egilstöðum
 • Opið svæði Ranavaði, Egilstöðum
 • Opið svæði Litluskógar, Egilstöðum
 • Opið svæði Selbrekku, Egilstöðum
 • Opið svæði við Ásbrún/Reynihvammi, Egilstöðum
 • Seyðisfjarðarskóli, Seyðisfjarðarkaupstað
 • Leikskólinn Sólvellir Seyðisfjarðarkaupstað

 

Norðurland

 • Árskóli v/Skagfirðingabraut
 • Varmahlíðarskóli, Varmahlíð
 • Grunnskólinn Hólum, Skagafirði
 • Grunnskólinn Hofsósi, Skagafirði
 • Leiksvæði v/Fellstún, Sauðárkróki
 • Leikvöllur v/Jöklatún, Sauðárkróki
 • Leikvöllur v/Mosahlíð, Sauðárkróki
 • Leiksvæði v/Birkihlíð, Sauðárkróki
 • Leiksvæði v/Skógargötu, Sauðárkróki
 • Leiksvæði v/Hólmagrund, Sauðárkróki
 • Leiksvæði v/Víðimýri, Sauðárkróki
 • Opið svæði Bárustíg, Sauðárkróki
 • Leiksvæði við Víðigrund, Sauðárkróki
 • Tjaldssvæði Steinsstöðum, Sauðárkróki
 • Leiksvæði við Ártún, Sauðárkróki
 • Leiksvæði við Brennihlíð, Sauðárkróki
 • Árskóli við Freyjugötu, Sauðárkróki,
 • Leikskólinn Furukot, Sauðárkróki
 • Leikskólinn Krílakot, Sauðárkróki
 • Leikskólinn Glaðheimar, Sauðárkróki
 • Leikskólinn Bjarnaborg, Hofsósi
 • Leikskólinn Sólgörðum, Flókadal
 • Leikskólinn Brúsabær, Hólum í Hjaltadal
 • Leikskólinn Birkilundur, Varmahlíð
 • Dalvíkurskóli, Dalvíkurbyggð
 • Árskógarskóli, Dalvíkurbyggð
 • Leikskólinn Krílakot, Dalvíkurbyggð
 • Leikskólinn Leikbær, Dalvíkurbyggð
 • Leikskólinn Fagrihvammur, Dalvíkurbyggð
 • Leiksvæði Hauganesi, Dalvíkurbyggð
 • Leiksvæði Árskógssandi, Dalvíkurbyggð
 • Leiksvæði Húsabakka, Dalvíkurbyggð
 • Leiksvæði við Hjarðarslóð, Dalvíkurbyggð
 • Leiksvæði við Fagrahvamm, Dalvíkurbyggð
 • Leiksvæði við Öldugötu, Dalvíkurbyggð
 • Leiksvæði við Skógarhóla, Dalvíkurbyggð
 • Leikskólinn Álfaborg, Grenivík     
 • Valsárskóli, Grenivík
 • Stórutjarnaskóli, Þingeyjarsveit
 • Hrafnagilsskóli, Eyjafjarðarsveit
 • Leikskólinn Krummakot, Eyjafjarðarsveit

 

Vestfirðir

 • Grunnskólinn á Hólmavík, Hólmavík
 • Grunnskólinn á Hólmavík, Hólmavík
 • Grunnskólinn á Hólmavík, Hólmavík
 • Bölum - Patreksfirði (ofan við fjölbýlishús), Vesturbyggð
 • Grunnskóli Vesturbyggðar - Patreksskóli, Vesturbyggð
 • Araklettur - Patreksfirði, Vesturbyggð
 • Við Byltu íþróttamiðstöð - Bíldudal, Vesturbyggð
 • Grunnskóli Vesturbyggðar – Bíldudalsskóli, Vesturbyggð
 • Tjarnarbrekka - Bíldudal, Vesturbyggð
 • Grunnskóli Vesturbyggðar - Birkimelsskóli, Vesturbyggð

 

Vesturland

 • Ekkert svæði með aðalskoðun