Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Ný gönguleið hefur verið stikuð yfir Goðahraun á Fimmvörðuhálsi. Liggur gönguleiðin m.a. um gígana Magna og Móða og er leiðin merkt með gulum stikum. Við val á gönguleið var haft í huga að röskun á nýja hrauninu yrði í lágmarki en jafnframt að ferðamaðurinn gæti notið hins stórkostlegu landslags og náttúruminja sem þar er að finna. Hafa ber í huga að mikil gosaska er á öllu svæðinu og getur orðið mikil svifryksmengun og villugjarnt þegar hreyfir vind. Stikun leiðarinnar var framkvæmd í samstarfi eftirtalinna aðila: Ríkislögreglustjóra-Almannavarnadeild, sýslumann og lögreglu á Hvolsvelli, sveitarfélagið Rangárþing eystra, Skógrækt ríkisins, Ferðafélagi Íslands, Ferðamálastofu, Útivist, Farfugla og Umhverfisstofnunar.