Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Greiða verður lokagreiðslu úthlutaðra hreindýraveiðileyfa í síðasta lagi 30. júní.

Nú styttist í að lokfrestur til að geiða seinni greiðslu úthlutaðs hreindýraveiðileyfis renni út. Síðasti mögulegi greiðsludagur er 30. júní. Of seint er að greiða 1. júlí. Ef menn borga ekki áður en fresturinn rennur út hafa menn afsalað sér úthlutuðu leyfi. Nánari upplýsingar eru hér á eftir um hvernig menn geta geitt með millifærslu hafi menn ekki fengið útsendan greiðsluseðil eða hafa hann ekki við hendina.

Alltaf er eitthvað um að menn fái ekki útsenda greiðsluseðla.Hægt er að greiða lokagreiðslu beint inn á reikning eftir neðangreindum upplýsingum ef menn finna ekki greiðsluseðil eða kröfuna í heimabanka.

Reikningsnúmer: 305-13-300515
Kennitala móttakanda: 7010022880
Skýring greiðslu: Kennitala leyfishafa

Upphæð lokagreiðslu á útsendum geiðsluseðlum eftir svæðum og kyni eru sem hér segir:
Tarfur sv 2: kr 93750, kýr sv 2: kr. 52500.
Tarfar á öðrum svæðum: kr 67500,
kýr á öðrum svæðum: kr. 37500.