Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Athygli er vakin á því að búið er að birta lista yfir virk efni í sæfiefnum sem hafa verið áhættumetin í ákveðnum sæfiefnaflokkum. Þessi listi verður uppfærður reglulega og fleiri virk efni birtast þar um leið og  þau hafa verið áhættumetin.

Þegar virku efnin hafa verið áhættumetin og birt á þessum lista, þarf að sækja um markaðsleyfi eða gagnkvæma viðurkenningu fyrir sæfiefni (vörur) sem innihalda þessi virku efni í tilgreindum sæfiefnaflokkum fyrir þær dagsetningar sem birtast í dálkinum um dagsetningu skráningar. Ef sæfiefni (vara) inniheldur fleiri en eitt virkt efni þá þarf ekki að sækja um markaðsleyfi fyrr en síðasta virka efnið hefur verið áhættumetið í tilgreindum sæfiefnaflokki.

Ef framleiðandi sæfiefnis sækir ekki um markaðsleyfi fyrir tilskilinn tíma, verður varan hans ólögleg og  tekin af markaði í öllum ESB löndunum og á EES svæðinu.

Fyrir 1. júlí 2010 þarf að sækja um markaðsleyfi fyrir sæfiefni sem innihalda IPBC, K-HDO, þíabendasól þíametoxam í sæfiefnaflokki 8: Viðarvarnarefni.

Vakin er athygli á kynningarráðstefnu á vegum Umhverfisstofnunar um sæfiefni og markaðsleyfi sæfiefna sem haldin verður 25. ágúst að Borgartúni 35, 6. hæð. Þar munu starfsmenn Umhverfisstofnunar halda erindi um sæfiefni. Tveir gestafyrirlesarar frá Kemi í Svíþjóð halda erindi á  ráðstefnunni og  fjalla m.a. um markaðsleyfisveitingar sæfiefna í Svíþjóð og áhrif þeirra á markaðinn.