Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Sunnudaginn 13. júní var haldinn dagur villtra blóma um öll Norðurlönd. Þetta er árviss viðburður og býðst fólki þá að fara í blómaskoðunarferðir víðs vegar. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull bauð upp á gönguferð um blómaskrúðið á Búðum í leiðsögn Guðrúnar Láru Pálmadóttur. Hún sagði jafnt frá eigileikum plantnanna sem og ýmsu skemmtilegu sem tengist þjóðtrú og plöntum. Fróðleikur um svæðið fylgdi með í kaupbæti en á Búðum er að finna margar merkar minjar frá búsetu, útræði og verslunarstöðum fyrri alda. Góð þátttaka var í göngunni og slógust 11 blómarósir í för með Guðrúnu Láru.