Stök frétt

Höfundur myndar: Kristinn Már Ársælsson

Þann 1. júní sl. gaf Umhverfisstofnun út starfsleyfi fyrir urðunarstað Mýrdalshrepps við Uxafótarlæk. Tillaga að starfsleyfinu var auglýst á tímabilinu 2. mars - 3. maí 2010 en Umhverfisstofnun bárust engar athugasemdir. Samkvæmt hinu nýja starfsleyfi er Mýrdalshreppi heimilt að urða allt að 80 tonn af flokkuðum úrgangi á ári og er leyfið veitt til sextán ára. Urðunarstaðurinn telst þjóna afskekktri byggð og því eru í starfsleyfinu veittar undanþágur frá sumum þeirra krafna sem almennt eru gerðar til urðunarstaða, í samræmi við heimild í reglugerð um urðun úrgangs.