Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Höfundur myndar: Þorsteinn Jóhannsson

Mikið öskufall hefur verið í Vík í Mýrdal í gærkvöldi og nótt. Mælingar á svifryki sýndu talsverða hækkun í gærkvöldi og sólarhringsmeðaltal gærdagsins, 6. maí, var 418µg/m3 sem er langt yfir heilsuverndarmörkum. Nokkur klukkutímagildi í nótt voru með þeim hæstu sem mælst hafa frá því farið var að mæla svifryk á Íslandi. Fólki er eindregið ráðlagt að halda sig innan dyra við þessar aðstæður. Ef nauðsynlegt er að fara úr húsi er brýnt að nota rykgrímu og þétt hlífðargleraugu. Nauðsynlegt er að gera ráðstafanir til að þétta hurðir og glugga og hækka hitastig í íbúðum svo askan berist síður inn.

Á slóðinni kort.vista.is er hægt að skoða magn svifryks í lofti hverju sinni og eru íbúar svæðisns eindregið hvattir til að gera slíkt.

Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands

Nánari upplýsingar