Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Höfundur myndar: Ólafur A. Jónsson

Umhverfisstofnun minnir á að bannað er að aka utan vega og telur mikilvægt að fólk gangi vel um gossvæðið á ferðum sínum um það. Með vorinu fer frost úr jörðu á svæðinu og er jarðvegur mjög viðkvæmur fyrir umferð. Umhverfisstofnun vill þó benda á að heimilt er að aka utan vega á frosinni jörð sem er snævi þakin svo og á jöklum.

Þar sem borist hafa fregnir af meintum akstri utan vega í tengslum við upptöku á sjónvarpsþætti á Fimmvörðuhálsi hefur Umhverfisstofnun óskað eftir því við Sýslumannin á Hvolsvelli að hann taki málið til rannsóknar.