Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Náttúra, menningarminjar og ferðaþjónusta – Norræn ráðstefna þar sem fjallað er um hvernig nýta má náttúru og menningarminjar í ferðaþjónustu. Ráðstefnan verður haldin í Þrándheimi í Noregi 20. - 21. apríl 2010. Tilkynning um þátttöku hefur verið framlengd til 8. apríl.

Um er að ræða þriðju ráðstefnu af fjórum þar sem fjallað er um nýtingu náttúru og menningarminja. Ráðstefnurnar eru haldnar af Norrænu Ráðherranefndinni og tíu norrænum stofnunum á sviði náttúru og menningarminja.

Ráðstefnan er einkum ætluð fyrirtækjum, rannsóknarstofnunum, opinberum stofnunum og stjórnvöldum sem hafa áhuga á ferðaþjónustu og sjálfbærri nýtingu náttúru og menningarminja.

Nánari upplýsingar og skráning