Stök frétt

Á þessum árstíma, um miðja nítjándu öld, stóð vetrarvertíð sem hæst í Dritvík. Dvölin þar hlýtur oft að hafa verið kalsasöm í vályndum veðrum og vinnan erfið. Til að fá smjörþef af aðbúnaði manna við þær aðstæður bjóða Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og Söguferðir Sæmundar upp á gönguferð um slóðir vermannanna laugardaginn 3. apríl.

Lagt verður af stað frá Hrafnabjörgum/Hólavogi kl. 12.00. Gengin verður gömul þjóðleið með stórbrotinni strönd frá Hrafnabjörgum um Dritvík og á Djúpalónssand. Gangan tekur um þrjár stundir.

Sæmundur Kristjánsson mun lýsa staðháttum og aðbúnaði í verstöðinni og segja frá hlut kvenna sem sóttu sjó úr Dritvík.

Ekkert gjald og allir velkomnir. Hafið meðferðis hlýjan fatnað, góða skó, nesti og gott skap.

Nánari upplýsingar fást hjá Sæmundi í síma 893-9797