Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Í Umhverfisteiknum Umhverfisstofnunar Evrópu 2010 birtast sex frásagnir af fólki og sambandi þess við umhverfið. Þessir sjónarvottar leiða þig á bæði kunnuglegar og framandi slóðir og kynna fyrir þér undirstöður lífs á jörðinni – vatn, jarðveg og loft. Frásagnir þeirra eru persónulegar og staðbundnar en en erindi þeirra almennt og alþjóðlegt.

Þetta eru ekki einfaldar dæmisögur. Þekking og reynsla venjulegs fólks eins og veiðimanna, bænda, fjallgöngumanna og íþróttaáhugamanna er ónýtt uppspretta upplýsinga sem mynda heild með gervihnattamyndum og rannsóknum. Þetta fólk talar tæpitungulaust. Það er auðvelt að hlusta á það.

„Við reiðum okkur á fjölbreytileika lífsins á jörðinni til þess að veita okkur mat, skjól og hreint loft. Við erum hluti af þessari fjölbreytni og getum ekki án hennar verið. Í Umhverfisteiknum fáum við að heyra frá venjulegu fólki hvernig breytingar á umhverfinu hafa áhrif á dýr og plöntur sem og afkomu þess og lífsmáta” segir prófessor Jacqueline McGlade, forstjóri Umhverfisstofnunar Evrópu.

Líffræðilegur fjölbreytileiki og loftslagsbreytingar eru meginþemu ársins en nú stendur yfir Ár líffræðilegs fjölbreytileika hjá Sameinuðu Þjóðunum. Þann 22. maí næstkomandi er alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni.

Í frásögnunum fylgjum við rennsli vatns frá toppum Alpanna til Vínarborgar og fræðumst um hvernig loftslagsbreytingar hafa áhrif á ævaforna hringrás vatns í fjöllunum. Breytingarnar hafa afleiðingar fyrir tugi milljóna Evrópubúa. Við heimsækjum hreindýruahirði á afskekktum svæðum norðurskautsins þar sem ekki er gegnumgangandi kalt eins og áður. Ferðumst til Eyjahafs og heyrum meðal annars af breytingunum þar frá Saim Erol, sem hefur veitt á svæðinu síðastliðin 20 ár. Hvað gerir maður þegar nýr fiskur kemur upp úr sjónum? Hvaðan kom hann? Ef enginn vill kaupa hann, er hann þá einskis virði?