Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisráðherra hefur staðfest og birt nýja gjaldskrá fyrir Umhverfisstofnun. Um er að ræða hækkun á tímagjaldi sem og eftirlits- og leyfigjöldum stofnunarinnar frá eldri gjaldskrá í samræmi við hækkun vísitölu. Jafnframt eru nokkur nýmæli í gjaldskránni og má þar nefna:

  • Gjald vegna gagnkvæmrar viðurkenningar á markaðsleyfi sæfiefna. Fyrir sæfiefni í sæfiefnaflokkunum nagdýraeitur og viðarvarnarefni þarf að sækja um markaðsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu sbr. tímafresti í Viðauka V í reglugerð nr. 1101/2004, um markaðssetningu sæfiefna (tímafrestir fyrir aðra sæfiefnaflokka birtast síðar). Jafnframt þarf að sækja um gagnkvæma viðurkenningu í öllum þeim löndum þar sem varan er markaðssett, og á það einnig við um Ísland. Gjald fyrir gagnkvæma viðurkenninga fyrir venjuleg sæfiefni er 379.000 kr. en 244.000 kr. fyrir áhættulítil sæfiefni.
  • Gjald vegna samþykkis tilkynningar fyrir innflutningi, útflutningi og umflutningi úrgangs á sértilgreindum úrgangi skv. reglugerð. Grunngjaldið er 74.500 kr., en heimilt er að innheimta tímagjald, komi í ljós að samþykki hafi í för með sér meiri kostnað en sem nemur fyrrnefndu gjaldi.
  • Gjald fyrir árlega yfirferð yfir skýrslu um losun koldíoxíðs frá atvinnurekstri vegna úthlutaðra losunarheimilda. Gjaldið er 203.500 kr., en heimilt er að innheimta tímagjald, komi í ljós að yfirferðin hafi för með sér umframvinnu.

Gjaldskrá Umhverfisstofnunar 2010