Stök frétt

Umhverfisstofnun barst tilkynning um að hvítabjörn hafi gengið á land í Þistilfirði í dag. Umhverfisstofnun vinnur nú að viðbrögðum í samráði við lögreglu og önnur yfirvöld. Mat lögreglu á aðstæðum eru að nauðsynlegt sé að fella björninn við fyrsta tækifæri og tekur Umhverfisstofnun undir það. Niðurstaða starfshóps um viðbrögð við landgöngu hvítabjarna sem skipuð var í kjölfar landgöngu tveggja hvítabjarna árið 2008 var fella beri hvítabirni sem ganga á land. Fyrir því eru þrenn meginrök, í fyrsta lagi öryggissjónarmið, í öðru lagi stofnstærðarrök og í þriðja lagi kostnaður við björgunaraðgerðir. Til þess að reyna björgun þurfa að vera ákjósanlegar aðstæður, s.s. að fólki standi ekki hætta af, skyggni sé gott og tryggt sé að dýrið sleppi ekki út í vatn eða sjó. Aðstæður í Þistilfirði eru ekki ákjósanlegar til þess að reyna björgun.