Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Þriðjudaginn 12. janúar kl. 12.00-13.30 verður haldið 16. stefnumót umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða. Fjallað verður um niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn og þau atriði sem sendinefnd Íslands lagði áherslu á. Þá verður vikið að mögulegum næstu skrefum í átt til alþjóðlegs samkomulags um úrbætur í loftslagsmálum, sem og þeim aðgerðum sem framundan eru hjá íslenskum stjórnvöldum.

Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri skrifstofu stefnumótunar og alþjóðamála í umhverfisráðuneytinu og fulltrúi í samninganefnd Íslands á COP15, fjallar um samningaferlið í aðdraganda Kaupmannahafnarráðstefnunnar, þá niðurstöðu sem þar fékkst og þau skref sem framundan eru.

Ingibjörg Davíðsdóttir, deildarstjóri skrifstofu mannréttinda og jafnréttismála í utanríkisráðuneytinu, segir frá þeirri áherslu sem íslensk stjórnvöld lögðu á að sjónarmið beggja kynja fengju hljómgrunn í hugsanlegum samningi til úrbóta í loftslagsmálum.

Fundurinn fer fram í fundarsal Þjóðminjasafnsins þriðjudaginn 12. janúar kl. 12.00-13.30.
Stefnumótin eru opnir fundir um umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni. Allir velkomnir!