Stök frétt

Umhverfisstofnun vinnur að undirbúningi friðlýsingar Skerjafjarðarsvæðisins í samræmi við náttúruverndaráætlun. Drög að tillögu til umhverfisráðherra um friðlýsingu innan bæjarmarka Garðabæjar, alls um 4,27 km2 liggja nú fyrir. Einnig er unnið að friðlýsingu nyrsta hluta Búrfellshrauns, Gálgahrauns í Garðabæ, alls um 1,08 km2.

Í samvinnu við bæjarstjórn Garðabæjar eru drög að friðlýsingu ofangreindra svæða hér með auglýst til kynningar. Þetta er í fyrsta sinn sem sú leið er farin að auglýsa opinberlega tillögur að friðlýsingum og væntir stofnunin þess að hún falli í góðan jarðveg.

Frestur til að skila inn athugasemdum og/eða ábendingum er til 6. ágúst 2009. Skila skal athugasemdum til Umhverfisstofnunar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar.

Meðfylgjandi eru drög að tillögu til umhverfisráðherra að friðlýsingu Skerjafjarðarsvæðisins innan Garðabæjar og Gálgahrauns, ásamt kortum.

Kort og loftmynd af svæðunum

Friðlýsing Skerjafjörður

Friðlýsing Gálgahraun