Stök frétt

Fjölbreyttar ferðir eru á dagskrá Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls í sumar undir stjórn og leiðsögn landvarða. Sumardagskráin hefst nú um helgina en á laugardaginn verður farið að greni og þess freistað að sjá refi að leik. Ferðin byrjar kl. 14 á Malarrifi. Á sunnudag er samnorræni dagurinn „Dagur hinna villtu blóma“. Þann dag er boðið upp á blómaskoðun og greiningu kl. 14 og verður gengið um svæðið við Rauðhól, sem er neðanundir fjallinu Hreggnasa, við Móðulæk.

Gestastofa þjóðgarðsins, sem er á Hellnum, er opin alla daga í sumar frá kl. 10-18. Þar er margt fróðlegt og skemmtilegt að sjá og skoða. Síminn þar er 436 6888.

Sumardagskrá Þjóðgarðsins