Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun boðar til borgarafundar þar sem kynnt verður tillaga að nýjum viðauka við starfsleyfi sorpbrennslustöðvar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. Sérfræðingar Umhverfisstofnunar kynna tillögurnar og gefst fundargestum tækifæri til að koma með athugasemdir og bera upp spurningar.

Fundurinn verður haldinn í Duus-húsi, þriðjudaginn 26. maí kl. 17:00.

Athugasemdir við umsókn eða tillögu skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 19. júní 2009.

Allir velkomnir.