Stök frétt

Svifryk var yfir heilsuverndarmörkum á Reykjavík í gær, fimmtudag, annan daginn í röð. Hæsta klukkutímagildið var í hádeginu en þá var það rúmlega 240µg/m3 á Grensásvegi. Meginorsök þessarar svifryksmengunnar er sandfok af söndum Suðurlands. Þetta má greinilega sjá á meðfylgjandi gervitunglamynd sem var tekin úr Modis tungli kl 13:35 fimmtudaginn 14. maí 2009.

Sjá má greinilega mikinn sandstrók sem liggur meðfram suðurströndinni og virðast meginupptökin vera á Landeyjasandi. Þegar myndin var tekin var vindhraði í Þykkvabæ um 13 m/s en 19 m/s í hviðum. Þó svo að ekki séu neinar svifryksmælingar á Suðurlandi má búast við að svifryk hafi verið vel yfir mörkum á þeim svæðum sem sandstrókurinn fór yfir.

Unnt er að fylgjast með mæligildum loftgæða á loftgæðavef Umhverfisstofnunar frá mælistöðvunum á Grensásvegi og við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Einnig er áhugasömum bent á upplýsingakerfi um loftgæði á heimasíðu Reykjavíkur.