Stök frétt

Fimm svæði innan marka Hafnarfjarðar voru friðlýst fyrir nokkru. Aldrei áður hafa svo mörg svæði verið friðlýst í sama sveitarfélaginu í einu. Alls hafa þá sex svæði verið friðlýst frá áramótum.

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra undirritaði friðlýsingarnar við athöfn að Hleinum á Langeyrarmölum og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar staðfesti friðlýsingarnar af hálfu bæjarfélagsins.

Þrír fólkvangar og tvö náttúruvætti voru friðlýst til útivistar og verndunar á lífríki og hraunmyndunum. Fólkvangar voru stofnaðir við Hvaleyrarlón, Hleina og í Stekkjahrauni. Litluborgir og hluti af Kaldárhrauni voru friðlýst sem náttúruvætti.

Nánar um friðlýsinguna og friðlýstu svæðin á vef ráðuneytisins.