Stök frétt

Næstu daga gefst frábært tækifæri til að virða fyrir sér Brúarfossa Laxár í Aðaldal. Áin er í vexti og Laxárvirkjun tvö er í viðgerðarstoppi næstu daga. Áin rennur því í upprunalega árfarvegi sínum sem er mjög kraftmikið og fallegt sjónarspil sem gaman er að sjá. Myndirnar tók Bergþóra Kristjándsdóttir, umsjónarmaður á verndarsvæði Mývatns og Laxár.