Stök frétt

Það voru Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar og Þóra Ellen Þórhallsdóttir, formaður stjórnar náms í umhverfis- og auðlindafræði sem undirrituðu samninginn.

Umhverfisstofnun og meistaranám í Umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands hafa gert með sér samning um samvinnu í rannsóknum og þjálfun nemenda á sviði umhverfismála. Samningnum er ætlað að taka yfir annars vegar rannsóknarverkefni til meistaraprófs og hins vegar námsdvalar nemenda hjá Umhverfisstofnun. Umhverfisstofnun lítur á samningin sem mikilvægt tækifæri til að treysta samskipti við háskólann og til að nýta þá auðlind sem felst í nemendum hans.

Stofnunin mun leggja áherslu á verkefni sem miða að því að uppfylla markmið Umhverfisstofnunar um að:

  • Vinna að vernd, viðhaldi, endurheimt og nýting þeirra auðlinda sem felast í náttúru Íslands byggð á sjónarmiðum um líffræðilega fjölbreytni.
  • Varðveislu jarðmyndana og landslagsheilda.
  • Draga úr losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi.
  • Draga úr myndun úrgangs og auka endurvinnslu hans.