Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Vegna frétta um úrskurð ríkissaksóknara um að götuskráð fjórhjól, sem skráð eru sem bifhjól, megi nota til að flytja veiðimenn til og frá veiðilendum vill Umhverfisstofnun koma eftirfarandi á framfæri. Úrskurður ríkissaksóknara veitir einungis heimild til þess að nota götuskráð fjórhjól til að komast til og frá veiðilendum á vegum eða merktum vegaslóðum. Úrskurðurinn felur ekki í sér að heimilt sé að nota götuskráð fjórhjól við veiðar að öðru leyti. Notkun vélknúinna farartækja við veiðar á landi er óheimil eftir sem áður. Skotvopn skulu vera óhlaðin meðan á akstri stendur og skotvopn skulu vera óhlaðin nær vélknúnu farartæki á landi en 250 m.

Um þessi tæki gilda ákvæði 17. tl. 1. mgr. 9. gr. laga númer 64/1994 sem heimilar aðeins notkun vélknúinna farartækja til að flytja veiðimenn til og frá veiðilendum og þá eingöngu á vegum eða merktum vegaslóðum.